Ferill 1059. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1538  —  1059. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um ávinning sjálfvirknivæðingar og gervigreindar.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


    Hefur farið fram vinna í ráðuneytinu til að tryggja að eðlilegur hluti þess ávinnings sem verður af fyrirséðu hagræði vegna gervigreindar annars vegar og sjálfvirknivæðingar hins vegar skili sér til almennings? Ef svo er ekki, stendur það til?


Skriflegt svar óskast.